Hræðsluáróður til forseta!

Núna dynur yfir íslendinga sem og forseta Íslands hræðsluáróðrinum. En íslendingar eru flestir sem betur fer yfir þetta þvaður hafnir. Ég vill svo lýsa enn og aftur ánægju minni yfir ákvörðun forseta Íslands að vísa Icesave-landráðasamningnum til þjóðarinnar og þar með hlúa að lýðræðinu ólíkt sumum! Til hamingju íslendingar með að eiga góðan forseta.
mbl.is Staða Íslands væri stórlöskuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk sömu leiðis

Sigurður Haraldsson, 6.1.2010 kl. 14:36

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hún viðheldur hræðsluáróðrinum - ekki góðir stjórnunarhættir

Jón Snæbjörnsson, 6.1.2010 kl. 14:37

3 identicon

Þetta er ekki bara hræðluáróður, þau eru að gera þetta að veruleika.  á bbc heirði breskur vinnufélagi minn viðskiptaráðherra okkar í viðtali, þar sem hann sagði sem svo að ísland væri ánægt með samningin, gæti vel borgað og forsetinn hafi hafnað lögunum vegna þrystings frá þjóðinni,  það hjómar einsog við getum borgað og samningurinn væri góður fyrir okkur en við tímum bara ekki að borga.  eru íslenskir ráðamenn að taka þátt í áróðursstríði breta, jafnvel leiða það???

af hverju eru sjónarmið þjóðarinnar ekki haldið á lofti, eða allavega einhverjum vornum.  er það áætlunin að tapa árróðurstríðunu og senda ísland í efnahagsega glötun til þess að refsa henni fyrir að standa í hárinu á ráðamönnum?? eg bara spyr

joi (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 14:40

4 identicon

Vá stundum hefur maður á tilfiningunni að megin þorri þessarar þjóðar sé alltof tómur - Sjáum hvernig hljóðið í ykkur verður þegar að afleiðingarnar byrja að líta dagsins ljós ! Núna erum við komin í ruslflokk, stöndum jafnt hátt í áliti  og Zimbawe í augum lánastofnana, og hvað gerist næst ?

Núna er landið endanlega búið - Álit stórþjóða á Ísland er ekki neitt, erum bara heimsk þjóð út á hafi sem að stendur ekki við sínar skuldbindingar eftir þetta stöndum við ALGJÖRLEGA ein á báti - ÞAÐ MUN ENGINN VILJA AÐSTOÐA OKKUR

Solla Bolla (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 14:43

5 identicon

Þakka Sigmundi Davíð fyrir að vekja athygli á því hvernig ríkistjórnin sér neikvæð skrif erlendis sem stuðning.

Það er ekki nóg, það verða líka daglega "heimsendafyrirsagnir" og skelfingaspár í Fréttablaðinu upp á hvern einasta dag fram að kosningum til að hræða úr þjóðinni líftóruna ... ríkistjórninni til stuðnings.

Fréttablaðið áróðursgagnið sem er borið heim til okkar allan ársins hring er aldeilis ekki ókeypis ef einhver hefur haldið það, tap þess fjölmiðils og eigenda er talið í miljörðum og afskriftirnar líka og hver borgar?...þjóðin borgar!

Treystir einhver sér til að reikna út áskriftarverðið á Fréttablaðinu per.einstakling á ári?

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 14:44

6 identicon

Solla Bolla,

Nafnið hæfir hugarfari þínu mjög vel, er ekki bara málið að fara og taka nokkrar prozac til að létta sér lundina ;-)

Til hamingju Ísland fyrir að hafa loksins eignast alvöru leiðtoga til að leiða okkur út úr þessu verkefni.

Kv.

Atlinn

Atli (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 14:51

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jói er möguleiki á að þú lumir á link á þetta viðtal svo að hægt sé að hlusta á það 'eg er síðan sammála þér Reynir

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.1.2010 kl. 14:54

8 identicon

Nú er ég fullur þjóðarstolti eftir að hafa orðið vitni að mjög svo erfiðri en vel ígrundaðri ákvörðun forseta okkar Herra Ólafs Ragnars Grímssonar.  Þetta er erfitt en þetta er rétt og það er vert að hafa í huga, það er ekki eins og að við ætlum ekki að standa við skuldbindingar vorar það sem að þjóðin er að biðja um með þessu að mínu viti er einfalt, rétt skal vera rétt.

Annars er sorglegt að horfa uppá máttleysi ríkistjórnar okkar og með það í huga sendi ég þessa nótu.

Það er greinilegt að við höfum lært lítið af hruninu sem varð í október 2008 til dagsins í dag.  Þetta merki ég af því að ríkistjórn okkar var ekki tilbúin með yfirlýsingu fyrir fjölmiðla, bæði erlenda sem og innlenda, þegar að forseti okkar kom fram með yfirlýsingu sína og er það alveg ótrúlegt hversu fólk getur verið miklir klaufar með að láta fjölmiðla draga hlutina úr samhengi þannig að gríðarlegur skaði hljótist af.

Þetta gerðist í hruninu í október 2008 þar sem að menn ruku hver í sínu lagi og blöðruðu óábyrgt í erlenda sem og innlenda fjölmiðla sem var svo aftur afbakað snilldarlega af fjölmiðlafólki til að selja fréttir sínar.  Nú er það sama að gerast aftur, þrátt fyrir að ríkistjórnin hafi “PR Company” sér til ráðs og trausts, er það alveg ótrúlegt að verða vitni að þessu og með þetta að leiðarljósi er augljóst að við höfum ekki lært mikið frá hruninu í október 2008.

Fólki hér á okkar litla Íslandi finnst þetta kannski ekki skipta svo miklu máli en úti í hinum stóra heimi er þetta grundvallar atriði hjá flestum stofnunum og fyrirtækjum, þ.e. að þegar koma upp vandræði sem þessi er geta skaðað ímynd stofnunarinnar eða fyrirtækisins og valdið stórtjóni, er stjórnum þeirra skylt að starfa eftir svokölluðu “Emergency Response Plan (ERP)”.

Eitt megin atriði ERP eru samhæfðar yfirlýsingar til fjölmiðla, bæði innlenda sem og innlenda.  Mörg “Case Study” dæmi eru um mikilvægi þessa þáttar ERP sem  grundvallar atriði.  Vegna þessa er ERP ávallt haft að leiðarljósi hjá stjórnum fyrirtækja eins og Royal Dutch Shell og British Petroleum sem dæmi.  Eitt besta “Case Study” dæmi um það hvernig það að hafa ekki ”Emergency response command posts and secure communications“ skv. ERP er hvernig hryðjuverk Líbýumanna fóru með Pan American World Airways (Pan Am) yfir Lockerbie í Skotlandi 1988. 

Þetta er eitthvað sem að mér finnst vera vert að leggja áherslu á þessu tímamótum vegna þess að menn eru alltaf að tala um hvað við höfum nú lært mikið, það er ekki nóg að tala við verðum líka að framkvæma ... minna tal meiri vinna ;-)

Atli (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 14:55

9 identicon

Solla, það er nú þannig að heimurinn hefur tilhneigingu til að standa með þeim sem standa með sjálfum sér. Þegar tíminn líður munu þeir sem mest ráðast að okkur núna líka gera!!

Það virðir enginn þann sem ræðst að og vinnur gegn sjálfum sér, ekki einu sinni fantarnir sem kúga þó þeim sé hlýtt í einu og öllu, fyrirlitingin verður bara enn meiri fyrir vikið.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 14:57

10 Smámynd: Guðni Sigmundsson

skulum spyrja að leikslokum hvoru meigin landráðið liggur

Guðni Sigmundsson, 6.1.2010 kl. 14:59

11 identicon

Stoltur Íslendingur!

Jóhanna, þinn tími er búinn!

Jon (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:21

12 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Mér finnst nú fólk almennt full öruggt með að þessi ákvörðun verði til góðs. Ég er sjálfur þræl smeykur um það að við eigum eftir að bölva þessari ákvörðun og að hún muni þegar upp er staðið kosta okkur margfalt meira en ef þetta hefði gengið í gegn. 

Góðar líkur á því að þessi gjörningur verði til þess að Ólafar verði minnst sem forsetans sem endalega rústaði íslenskri þjóð.

 Og NB þá öfanda ég ykkur gott fólk sem þekkið þetta mál það vel að þið eruð 100% viss um að þetta sé til góðs, en því miður held ég að flestir sem eru á móti þessu séu það vegna þess að þeir hafa hlustað um of á áróður þeirra sem vildu fella þetta mál en ekki vegna þess að þeir hafi næganlega þekkingu til þess að taka upplýsta ákvörðun.  Ég get allvega ekki gert upp hug minn en grunar engu að síður að við munum bölva þessu fyrir rest.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 6.1.2010 kl. 15:27

13 Smámynd: A.L.F

Solla.

Engin íslendingur er sáttu við það að ákvæðin um auðlindir okkar voru teknar út úr núverandi samning ættir að benda breksa félaga þínum á það.

A.L.F, 6.1.2010 kl. 15:38

14 identicon

Keep it up....Keep it up........If you keep saying it again and again....It was the best thing to do....It was the best thing to do....... It was the best thing to do....You might eventually start believing it was the best thing to do.......... zzzzzzzzzzzzzzz 

Fair play (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:47

15 identicon

Það er aðeins ein staðreynd um þessa ákvörðun enn sem komið er... Íslendingar eru í verri málum í dag en í gær....Vonandi verður það ekki til frambúðar en ég óttast það nú samt sem áður......

Sigurður G Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 15:51

16 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Anna Björg, það kom bersýnilega í ljós í útvarpinu í gær þegar þeir voru tveir að ræða þetta mál Sigmundur Davíð og Guðbjartur Hannesson að Sigmundur Davíð er bara froðusnakkur. Hann gat ekki einu sinni svarað fyrir það hvað stendur á síðu indefence af því að hann hafði ekki hugmynd um hvað stóð þar þegar Guðbjartur bar það upp á hann. Var ekkert nema kjánalegt að heyra manninn gera tilraun til að stafa sig út úr þessu.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 6.1.2010 kl. 15:52

17 identicon

já jón ég fann þetta. hér er slóðin http://www.thetakeaway.org/stories/2010/jan/06/iceland-wont-pay/

joi (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:12

18 identicon

Fair play,for how long have you been saying to yourself,i am funny,smart and original .... you seem to have full believes in it??? but the truth is you non of this,you are just annoying and actually very boring in your attempts to provoke,ok actually you did provoked me,here i am writing to you,but all i want to say,u r  just an as* 

ks (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Reynir Már Ásgeirsson

Höfundur

Reynir Már Ásgeirsson
Reynir Már Ásgeirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband