Er þetta samfélag?

Það er greinilegt hvar þessum hagfræðiprófessor finnst að hagsmunum sínum sé best borgið. Sannkallaður alþjóðakapítalisti - enda borgar auðvaldið betur en skítugur og fátækur almúginn. Kerfið er rotið þar sem það þjónar fyrst og fremst hagsmunum ákveðinna hópa samfélagsins og nú að sjálfsögðu þeim fræðimönnum sem vilja sína því stuðning. Það væri líka synd ef (almúginn) þeir sem sjá um raunverulega verðmætasköpun fengu nú loks það sem réttilega er þeirra. Það er allt öfugsnúið í ummælum Þórólfs Matthíassonar. Hvernig getur það þjónað til dæmis hagsmunum Íslendinga(ath. á heildina litið) að taka á sig óréttlátar skuldarbyrðar? Er það til þess fallið að greiða fyrir velferðarkerfinu (meiri skuldir = meiri niðurskurður)? Er það til þess fallið að sporna við óréttlátu og ómanneskjulegu bankakerfi? En að sjálfsögðu það sem skiptir kannski einnar mest máli er að verið er að þröngva þessum skuldum á okkur óréttilega. Bankamenn hafa komist upp með að hirða mest allan auðinn á meðan almennur borgari sem fær laun nærri meðallagi, fyrir sitt framlag til samfélagsins, stritar til að eiga fyrir húsaskjóli. Og nú á að ganga skrefinu lengra og bjóða okkur að greiða niður bankabraskið á meðan verið er að afskrifa skuldir ýmissa útrásarvíkinga. Hefur þetta fólk engin takmörk hvað þá samvisku?
mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróður til forseta!

Núna dynur yfir íslendinga sem og forseta Íslands hræðsluáróðrinum. En íslendingar eru flestir sem betur fer yfir þetta þvaður hafnir. Ég vill svo lýsa enn og aftur ánægju minni yfir ákvörðun forseta Íslands að vísa Icesave-landráðasamningnum til þjóðarinnar og þar með hlúa að lýðræðinu ólíkt sumum! Til hamingju íslendingar með að eiga góðan forseta.
mbl.is Staða Íslands væri stórlöskuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttukveðja!

Það skiptir máli að sameina krafta fólksins í landinu til að vinna heilshugar að hagsmunum Íslands. Forsetinn getur virkjað þann sameiningarkraft með því að synja „Icesave frumvarpinu“ og um leið marka afstöðu þjóðarinnar til málsins í anda lýðræðis. Þetta er ekki einungis barátta lítils eyríkis gegn yfirgangi heldur barátta fyrir réttlæti og virðingu í alþjóðasamfélaginu.


mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Reynir Már Ásgeirsson

Höfundur

Reynir Már Ásgeirsson
Reynir Már Ásgeirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband